Með storminn í fangið

Með storminn í fangið

Í þessu námskeiði þarftu að takast á við vestfirska náttúru í öllu sínu veldi, ferðast um hana á gönguskíðum, fótgangandi og á hvern þann máta sem hentar aðstæðum. Við gistum í tjaldi og skálum, kannski í snjóhúsi. Við ferðumst ýmist um með allt á bakinu eða í eftirdragi. Hér kemur í ljós hvað þú ert búinn að læra yfir skólaárið og hvort þú kannt að nýta þér það í ótútreiknanlegum aðstæðum.

Rúnar Óli Karlsson, leiðsögumaður

Rúnar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur stundað útivist og fjallamannesku síðan í skátunum. 

Hann gekk í Hjálparsveit skáta á Ísafirði og öðlaðist mikla reynslu þar og var seinna í undanfarasveit Hjálparveitar skáta í Reykjavík. Hann hefur kennt námskeið fyrir Landsbjörgu eins og fjallamennsku, ísklifur og leit í snjóflóðum. Hann hefur stundað fjallamennsku víða um heim svo sem í Ölpunum, Perú, Grænlandi, Slóveníu, Kanada og Bandaríkjunum.

Rúnar hefur unnið við leiðsögn víða um landið í tuttugu ár og stofnaði Borea Adventures á Ísafirði árið 2006 ásamt öðru góðu fólki og hefur unnið þar síðan. 

Rúnar hefur lokið ýmsum námskeiðum sem tengjast útivist, björgun og fjallamennsku og er með fullgild réttindi í fyrstu hjálp í óbyggðum.

https://www.boreaadventures.com/