Aðstaða fyrir nemendur og skóla

Aðstaða fyrir nám og skóla

Aðstaða Lýðháskólans á Flateyri er á nokkrum stöðum á Flateyri. Aðalhúsnæði skólans er félagsheimili bæjarins þar sem kennsla fer fram þegar okkur dettur í hug að vera innandyra. Í félagsheimilinu er fínasta aðstaða og nóg pláss svo að við getum dreift úr okkur og unnið bæði sitjandi, standandi og á hreyfingu. Nemendur hafa aðgang að félagsheimilinu utan skólatíma hvort sem er fyrir viðburði á vegum skólans, samveru eða fyrir annað sem tengist félagslífi.

Skrifstofu- og félagsaðstaða yfir daginn er í Grænagarði sem er dásamlega fallegt hús sem hýsir á daginn leikskóla Flateyrar og félagsmiðstöð fyrir ungmenni staðarins á kvöldin. Þar höfum við komið okkur fyrir og geta nemendur nýtt sér aðstöðuna yfir daginn til funda, spjalls við starfsfólk skólans og til afslöppunar.

Að síðustu má nefna að í tengslum við verknám og vettvangsferðir hefur fjöldi fyrirtækja og einstaklinga á Flateyri og í Önundarfirði boðið fram aðstöðu fyrir skólann, viðburði og félagsstarf. Bátar til sjósóknar, fiskvinnsla, eldhús, fjós og tún eru dæmi um slíka aðstöðu sem við komum til með að þurfa á að halda við kennslu og æfingar og þegar svo ber undir má gera ráð fyrir því að við munum koma saman á Kaffi sól, Bryggjukaffi, Pizzukvöldi á Gunnu kaffi og á Vagninum þegar vel liggur á okkur. Svo má ekki gleyma því að náttúran í Önundarfirði og nágrenni, hafið, fjöllin og landið verður okkar kennslustofa þegar svo ber undir.