Algengar spurningar

Lydflat200 copy

Algengar spurningar

Hér að neðan eru svör við algengum spurningum. Ýttu á svarið sem tengist spurningu þinni til að fá svör við algengustu spurningunum. Ef þú finnur ekki svar við spurningunni þinni, sendu okkur annaðhvort tölvupóst eða spurninguna á vefmiðlum.

I. Um Lýðskólann á Flateyri

Lýðskóli er skóli lífsins. Skólinn býður uppá óhefðbundið nám fyrir alla eldri en 18 ára. Skólaárið er eitt ár. (september til maí) Nemendur öðlast reynslu og nýja hæfni með sjálfsskoðun, samvinnu og forvitni undir öruggum höndum kennara sem koma frá hinum ýmsum starfsgreinum.

Stórhluti námsins fer fram utandyra þar sem þekking fæst í gegnum verklegt nám, vettvangsferðir, æfingar og samvinnu.

Lýðskólinn á Flateyri er að forminu til félag. Skólinn er ekki rekinn með fjárhagslegan ágóða að markmiði og óháð stjórnmálalegum – og trúarlegri hugmyndafræði.

Lýðskólinn á Flateyri hefur aldrei verið háskóli.

Hugmyndafræði lýðskólanna tengist þróun samfélaga og stjórnmála í Evrópu á 19. öld. Í Skandinavíu voru skólarnir kallaðir „Folk High School“. Til að valda ekki ruglingi með íslenska háskóla var nafninu breytt í lýðskóla.

Einkunnarorð skólans eru frelsi, þekking og þroski.

Þú getur lesið meira um það hér.

II. Að stunda nám við Lýðskólann á Flateyri

Nemendur okkar er yfirleitt  ungt fólk á aldrinum 18–30 ára. Nemendur okkar sækjast eftir því að uppgötva sína styrkleika, finna nýja vini og uppgötva ný áhugamál. Nemendum er tekið eins og þeir eru og þeir sækjast eftir því að öðlast einstaka reynslu og vilja jafnframt eignast nýja vini  í fallegu og rólegu umhverfi. 

Það er ekki nauðsynlegt að tala reiprennandi íslensku en nauðsynlegt að skilja almennt talað mál til að geta tekið þátt í námskeiðum og tekið almennan þátt í skólastarfi.

Við Lýðskólann á Flateyri eru námskeiðin í eina eða tvær vikur. Hver dagur byrjar á sameiginlegum morgunmat og kennsla eða vettvangsferðir af hinu ýmsu taki eru svo frá klukkan 8.45 – 16.00. Hádegismatur er klukkan 12.00.

Nei það eru engin próf!

Við trúum því að lærdómur sé ekki mælanlegur í gegnum hefðbundnar aðferðir. Hins vegar er mjög mikilvægt að nemendur taki virkan þátt og fá nemendur útskriftarskjal frá okkur að loknu námi.

Þú munt læra heilan helling! Þú munt læra heilmikið um sjálfan þig og umheiminn. En það sem þú tekur héðan fer mikið eftir sjálfum þér. Eftir dvöl við Lýðskólann á Flateyri hafa nemendur eignast nýja vini, öðlast sjálfstæði og þekkingu sem erfitt er að mæla.

Já, þú getur valið um að vera bara í eina önn, annaðhvort vor eða haustönn.

Nemendur aðstoða nýnemendur að koma sér fyrir og aðstoða einnig við að koma þeim inn í skólann og námið sjálft.

Já þú munt fá útskriftarskjal sem sýnir öll námskeiðin sem þú hefur sótt á meðan að námið þínu við Lýðskólann á Flateyri stóð. Þú getur hins vegar ekki fengið það nám metið í háskóla þar sem við erum ekki með próf og staðlaða námskrá. Það mikilvægast sem þú tekur með þér eftir nám við Lýðskólann er ný þekking sem þú hefur öðlast á hinum ýmsum sviðum, vinátta, minningar og reynsla.

III. Að búa á Flateyri

Þegar umsókn þín hefur verið samþykkt, getur þú valið herbergi sem þú munt hafa til umráða. Öll herbergi eru með húsgögnum ( rúm með sæng og kodda, náttborði, lampa og skáp með spegli) Nemendur koma sjálfir með handklæði, sængurver og það sem þeir þurfa til einkanota.

Á heimavist nemenda er að finna allan grunnbúnað sem þarf til heimilishalds, búsáhöld, húsgögn, tæki til hreingerninga og sængur og kodda. Nemendur koma sjálfir með sængurfatnað, handklæði, daglegan fatnað og annað það sem þeir velja að koma með til daglegra, persónulegra nota.

Nemendur sjá sjálfir um þrif og innkaup á hreingerninga vörum og þess sem þarf til daglegs viðhalds. Í húsunum eru ryksugur og aðrar græjur til þrifa.

Öll herbergi hafa aðgang að sameiginlegu baðherbergi, eldhúsi og stofu. Eldhúsið er einnig fullbúið með diska, glös, potta og pönnur o.s.fr. Nemendur hafa jafnframt aðgang að þvottavél, þurrkara og ryksugu. Nemendur sjá sjálfir um þrif og kaupa það sem til þarf til þrifa.

Starfsfólk Lýðskólans virðir einkalíf nemenda.

Það er tveir möguleikar á húsnæði. Annarsvegar nemandagarðar og íbúðir sem nemendur deila saman. Leigan er frá 42.000 krónum – 47.000 krónum á mánuði fyrir herbergið. Takmarkaður fjöldi er í boði af tveggja manna herbergjum. Verðið á tveggja manna herbergjum er 30.000 krónur á mann  á mánuði. Rafmagn, hiti og net er innifalið í leigunni.

Hægt er að sækja um húsnæðisbætur.

Stórhluti af upplifuninni að vera í Lýðskólanum á Flateyri er deila húsnæði með öðrum. Ef þú íhugar t.d. að koma með fjölskyldu þinni eða maka þá er hugsanlega hægt að leigja séríbúð. Hafðu samband við okkur ef þú óskar eftir aðstoð við að leigja eigin íbúð, við getum vonandi aðstoðað.

Um leið og nemendur borga skólagjöldin eru þau tryggð í vettvangsferðum sem skipulögð eru á vegum skólans. Nemendur verða hins vegar að vera tryggðir sjálfir fyrir sínar einkaeigur. Lýðskólinn á Flateyri tekur ekki ábyrgð á einkaeigum nemenda.

Á Flateyri er allra veðra von. Mikilvægt er að taka með sér hlý og góð föt.

Nemendur á brautinni Hafið, fjöllin og ég koma til með að vera mikið utandyra og þurfa að vera viðbúin allskyns veðráttu.

Eftirfarandi upplýsingar eiga eingöngu við um nemendur á brautinni Hafið, fjöllin og þú:

Þar sem mikill hluti af námi á brautinni Hafið, fjöllin og þú fer fram utan hefðbundinnar kennslustofu, gjarnan úti í náttúrunni og í öllum veðrum, er ætlast til að nemendur komi sjálfir með þann útivistarfatnað og – búnað sem nauðsynlegur er:

Fatnaður og annar útbúnaður sem nemendur þurfa að koma með:

 • Tvö sett af ullarnærfötum (síðbuxur og síðerma bolir) eða öðrum hlýjum undirfatnaði
 • Þykk og hlý ullarpeysa, flíspeysa eða samsvarandi
 • Húfa, vettlingar, hálsklútar/treflar, góðar og vatnsheldar skíðalúffur
 • Nokkur pör af góðum og þykkum ullarsokkum og sokkum úr gerviefnum
 • Vind- og regnheldur utan yfirfatnaður (jakki og buxur)
 • Vatnsheldir og góðir gönguskór og stígvél
 • Vatnsheldur og góður bakpoki fyrir styttri gönguferðir, minnst 20 L
 • Vatnsheldur og góður bakpoki fyrir lengri gönguferðir, minnst 60 L
 • Góður svefnpoki (til vetrarferða) og legudýna (létt og meðfærileg í bakpoka)
 • Hitabrúsi og góð drykkjarflaska fyrir gönguferðir
 • Höfuðljós
 • Góð sólgleraugu og skíðagleraugu
 • Göngu- eða skíðastafir

Einnig er gott að eiga:

 • Skíði ( svigskíði, fjallaskíði, snjóþrúgur)
 • Gps tæki, skóflu
 • Tjald og útilegubúnað
 • Myndavél
 • Annan búnað sem nemendur telja nauðsynlegan fyrir útiveru

Fyrir þá nemendur sem ekki eiga tilskyldan búnað , útvegum við þann búnað sem nauðsynlegur er.

Eftirfarandi verslanir veita verðandi og núverandi nemendum Lýðskólans á Flateyri afslátt:

 • Íslensku Alparnir: 20 % afsláttur af öllum vörum
 • GG Sport: 15 % afsláttur af öllum vörum ( ekki af öllum skóm)
 • Fjallakofinn: 10% afsláttur af öllum vörum
 • Ó.Johnson og Kaaber: Afsláttur af fjallgönguskóm af síðunni Gönguskór | Gonguskor.is. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið: hbg@ojk.is til að fá afslátt.

Við tökum öllum opnum örmum og bjóðum börn og maka nemenda sérstaklega velkomin. Á Flateyri er bæði grunn- og leikskóli fyrir íbúa Flateyrar. Menntaskólinn á Ísafirði er í 20 mínútna akstursfjarlægð og Ísafjarðabær sér um ferðir fyrir menntaskólanema til og frá Flateyri í samræmi við skólatíma.

Ef þú hyggst koma til Flateyrar með maka og/eða börn er ágætt að hafa í huga að nokkra daga á önn má gera ráð fyrir að nemendur séu 1-3 nætur í burtu í vettvangs- eða ævintýraferð. Það getur hvort sem er verið á skóladögum eða yfir helgi en tekur allt mið af aðstæðum hverju sinni.

Á dögunum opnaði samfélagsmiðstöðin / skrifstofuhótelið Skúrin þar sem hægt er að leigja vinnuaðstöðu.

Kennsla fer fram á virkum dögum frá 8.45 – 16.00. Hvað nemendur gera á kvöldin og um helgar er allt undir þeirra áhugasviði, lífsstíl og sköpunargleði komið. Við hvetjum nemendur til að skipuleggja viðburði saman. Við skipuleggjum líka stundum bíókvöld, karókí, bíókvöld eða ferðalög.

Já ef þú kemur með þína eigin tölvu þá hefur þú  aðgang að neti í skólastofunni og í húsnæðinu þínu. Ef þú ert ekki með þína eigin tölvu, erum við með 5 tölvur sem allar eru tengdar netinu.

Á Íslandi getur þú keypt áfengi og tóbak þegar þú ert orðin/n tuttugu ára.  Í skólanum seljum við ekki eða mælum með áfengisnotkun.  Óhófleg neysla þess gæti varðað viðvörun og hugsanlega brottrekstur frá skólanum.

Marijúana, hass og skyld efni eru skilgreind eiturlyf samkvæmt lögum og nemendur sem neyta þessara efna verða reknir úr skólanum.

Lestu um áfengis og vímuefnareglur skólans hér.

IV. Umsókn og kostnaður

Frábært að þú viljir koma!  Fylltu út eyðublaðið hér.  Fjöldi nemenda er takmarkaður svo það er betra að þú sækir um fyrr en síðar ef þú ert ákveðin(n).

Þú verður sett(ur) á biðlista.  Umsóknir á honum eru afgreiddar í þeirri röð sem þær bárust.

Þú munt fá tölvupóst með upplýsingum um greiðslu skólagjalda og næstu skref.

Námið kostar 350 þúsund krónur á önn og þá er innifalinn morgunmatur og hádegismatur, kennslugögn, námsferðir og allt annað sem tengist vinnu og verkefnum við skólann.

Eftir að þú færð inngöngu látum við þig vita hvernig þú borgar.  Gjöldin eru borguð á hverri önn.  Staðfestingargjald sem er 50 þúsund krónur þarf að greiða eftir að þú færð inngöngu og það er ekki endurgreitt.

Gjöldin þarf að greiða ekki síðar en 15.september fyrir haustönn og 15.desember fyrir vorönn til að geta gengið að náminu vísu.

Hægt er að semja um afborganir á náms gjaldinu.

Gjöldin fást ekki endurgreidd eftir að kennsla hefst.

Húsaleiga er ekki innifalin (upplýsingar um leigukostnað er að finna hér að ofan) . Þú þarft líka að eiga fyrir mat utan skólatíma og á þeim dögum þegar engin kennsla er.  Þú þarft að ferðast til og frá Flateyri.  Það er gott að gera ráð fyrir vasapening.

Þú getur sótt um húsnæðisstyrk.

Verkalýðsfélög styrkja meðlimi sína til náms við lýðskóla.  Hafðu samband við þitt verkalýðsfélag.

Nemenda og ungmennafélög auglýsa styrki á hverju ári.  Bankinn þinn getur sagt þér hvaða styrkir eru í boði.

Ef þú þarft að hverfa frá námi af óviðráðanlegum orsökum (veikindi eða slys) getur þú sótt um endurgreiðslu skólagjalda.  Þú þarft að senda bréf til stjórnar skólans þar sem þú útskýrir ástæðurnar. Ef um veikindi er að ræða skaltu láta vottorð læknis fylgja. Endurgreiðslan mun alltaf vera að frádregnum þeim námstíma sem var liðinn á önninni.

V. Flateyri

Flateyri er bær á Vestfjörðum sem stendur við Önundarfjörð, 22 km frá Ísafirði.

Þú getur flogið til Ísafjarðar með Icelandair. Nemendur eru sóttir á flugvöllinn í upphafi annar og þegar frí er gefið í skólanum við stórhátíðir.

Akstur frá Reykjavík er 471 km.  Við hvetjum nemendur sem koma akandi til að gefa öðrum nemendum far.  Við skipuleggjum sameiginlegan akstur nemenda eftir fremsta megni.

Á Facebook er til hópur sem heitir “Samferða Ísafjörður” þar sem þú getur leitað að fari til og frá Ísafirði og deilt aksturskostnaði.  Þú getur líka farið á vefsíðuna www.samferda.is.

Alls ekki! Eftir að vestfjarðagöngin opnuðu árið 1996 tekur akstur til Ísafjarðar bara tuttugu mínútur.  Margir bæjarbúar eru á leið þarna á milli og sjálfsagt að fá far.

Ísafjarðarbær býður upp á strætisvagnaþjónustu til og frá Flateyri.

Á Ísafirði eru verslanir, kaffihús, veitingastaðir og bakarí, söfn, bókasafn, kvikmyndahús, menningarmiðstöð, bifreiðaverkstæði, íþróttahús, sundlaug og spítali, meðal annars.

Veðrið er varasamt eins og annars staðar á Íslandi, en snjóflóðavarnargirðing er fyrir ofan bæinn og svo er snjóflóðavöktun sem gera bæinn öruggari.

Vagninn

Vagninn er verðlaunaður sem besti barinn á Vestfjörðum og þar er gott að hitta fólk og skemmta sér.  Opnunartímar Vagnsins má sjá á Facebook síðu Vagnsins.

Gunnukaffi

Gunnukaffi er verslun, kaffihús og veitingastaður sem er opin allt árið um kring og um helgar. Þar hittist fólk og ræðir málin.

Sundlaugin á Flateyri

Sundlaugin er vinsæl, þar eru inni og útipottar, sauna og íþróttasalur.

Gamla Bókabúðin

Gamla Bókabúðin er elsta upprunalega verslun á Íslandi. Þar eru ekki bara gamlar bækur til sölu heldur einnig allskyns annar varningur.  Einnig er hægt að skoða gömlu kaupmannsíbúðina sem stendur óbreytt síðan 1950. Bókabúðin er opin á laugardögum yfir vetrartímann en opin á hverjum degi yfir sumartímann.

Kaffi Sól

Ef þig langar í góðan mat á heimilislegum stað með útsýni  yfir allan Önundarfjörð skaltu heimsækja Kaffi Sól.  Á veturna er frábært að fara þar á gönguskíði og enda svo á kakói og vöfflum.

Hér má lesa meira um Flateyri og þjónustu á staðnum.