Anna Kristín Ásbjörnsdóttir

Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, leiðsögumaður EHMÍ og eigandi Bike Company

Anna Stína er ástríðufull fjalla- skíða- og hjólakona, leiðsögumaður að mennt, útgefandi barnabóka og sannur unnandi íslenskrar náttúru. Hún talar reiprennandi frönsku eftir að hafa rekið sína eigin ferðaskrifstofu í Frakklandi sem sérhæfði sig í ævintýraferðum um Norðurlöndin. Hún er frumkvöðull á sviði ferðaþjónustu og hefur yfir að búa rúmlega 20 ára reynslu, bæði í ferðaskipulagningu og í leiðsögn.