Ásthildur Jónsdóttir

Ásthildur Jónsdóttir

Ásthildur Jónsdóttir, myndlistarmaður, kennari og sýningarstjóri

Ásthildur hefur Doktor of Arts frá Lapplandsháskóla Finlandi og PhD frá Háskóla Íslands. Í doktorsrannsókn sinni skoðaði hún möguleika lista í menntun til sjálfbærni. Hún hefur kennt við listkennsludeild Listaháskóla Íslands frá árinu 2009. Áður kenndi hún í grunnskólum og framhaldsskólum, háskólum, í félagsmiðstöðvum og með fólki á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, á Íslandi, í Genf, New York og víðar. Ásthildur hefur gefið út námsefni, þróað námskrár og gefið út barnabók um sjálfbærni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sem sýningarstjóri og listamaður hefur hún lagt áherslu á þátttöku og virkni áhorfandans.

Ásthildur kennir:

Kveikjur og hugmyndafræði
Lokaverkefni