Atli Þór Árnason

Atli Þór Árnason, grafískur hönnuður

Atli lauk námi í margmiðlunarhönnun við Nordic Multimedia Academy skólann og síðar BA námi í grafískri hönnun hjá Skolen for Visuel Kommunikation í Danmörku. Eftir nám vann hann hjá Vinnustofu Atla Hilmarsonar og Brandenburg, ásamt því að sinna stundakennslu. Atli er einn af stofnendum hönnunarstofunnar Kolofon, þar sem hann vinnur í dag að ýmsum hönnunarverkefnum, með sérstaka áherslu á hönnun fyrir skjámiðla.