Markmið námskeiðsins er að nemendur þjálfi færni í að rýna eigin verk og að miðla þeim á þann hátt sem hentar viðkomandi. Einnig hefst formleg vinna við lokaverkefni nemenda. Kennsla fer fram með persónulegri handleiðslu og í lok námskeiðsins liggur fyrir samantekt verka sem nýta má í kynningar og umsóknir, sem og hugmyndir að lokaverkefni.
Sigrún Perla Gísladóttir (hún/hán)
fléttar saman haffræði, arkitektúr, gjörningalist, siglingum og aktívisma.
Perla vinnur þvert á listir og vísindi með hafið við sjónarrönd alltaf. Milli grunn- og framhaldsnáms í sjálfbærniarkitektúr lauk hún viðbótardiplómu í Umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á haffræði og vistfræði sjávar. Líkamlegar upplifanir eiga kjarnann í vinnu Perlu sem syndir í sjó og siglir, en hún er við það að verða skipstjóri.