
Dr. Auður H. Ingólfsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur
Auður er menntuð í Bandaríkjunum, Finnlandi og á Íslandi og hefur kennt við fjölda háskóla síðustu 25 árin. Alþjóðamál, sjálfbærni, náttúruvernd og samfélagslegt réttlæti eru þræðirnir sem tengja saman öll hennar viðfangsefni, hvort sem um er að ræða kennslu, skrif, störf innan stjórnsýslunnar eða ráðgjafastörf. Auður hefur lokið grunnnámi í markþjálfun og trúir því að einn lykillinn að jákvæðum breytingum í samfélaginu felist í því að við leitum sem flest inn á við og finnum kjarnann í okkur sjálfum.