BLÍÐAN

Sumarhátíð Lýðskólans á Flateyri

Blíðan er smiðjuhátíð sem haldin verður í fyrsta skiptið í júní 2024.

Lýðskólinn á Flateyri stendur fyrir hátíðinni sem verður haldin 26.-29. júní 2024. Hátíðin samanstendur af tvennskonar smiðjum, útivistar- og listasmiðju og endar á lokahófi þar sem afrakstur smiðjanna verður sýndur ásamt tónlist og fleiri skemmtilegheitum.

Sjáumst í Blíðunni!

Hátíðin er frí öllum en þau sem vilja vera þáttakendur í smiðjum þurfa að skrá sig neðst á síðunni. Þar er einnig að finna praktísk atriði varðandi hátíðina.

Takmarkað pláss er í smiðjurnar.

SMIÐJUR

LISTASMIÐJUR

Miðvikudag 26.júní
13:00-18:00

Plakatasmiðja

ÖRSMIÐJA

Leiðbeinendur: Ójón Ara Svanhildarbur og Margeir Haraldsson Arndal

Blíðan byrjar í örsmiðju. Lærðu aðferðir til að skapa flott og skapandi plaköt! Þessi hálfs dags örsmiðja er fullkomin fyrir öll sem hafa áhuga á grafískri hönnun og vilja þróa sín eigin sjónrænu útlit. Örsmiðjan kemur þáttakendum í skapandi hugarfar og undirbýr þau fyrir vegglistasmiðjuna.

Í þessari smiðju munu þátttakendur kynnast grunnatriðum í hönnun plakata. Við munum byrja á að skoða nokkrar af helstu reglum og tækni sem notuð er til að gera plaköt áhrifarík og sjónrænt aðlaðandi. Leiðbeinendur munu sýna mismunandi aðferðir við að vinna með liti, letur, myndir og uppsetningu til að skapa einstök verk.

Fimmtudag og föstudag 27.-28.júní
09:00-16:00

Vegglistasmiðja

Leiðbeinandi: Andrea Valgerður Jónsdóttir

Viltu fá tækifæri til þess að setja þitt mark á bæjarmynd Flateyrar?

Vegglistasmiðjan er tilvalin fyrir listamenn á öllum stigum sem vilja víkka út listrænan sjóndeildarhring sinn og leggja sitt af mörkum til bæjarmyndarinnar.

Farið verður yfir grundvallaratriði veggmyndasköpunar, allt frá frumhugmyndum og skissugerð til praktískrar tækni. Allt efni verður á staðnum og mun leiðbeinandi veita aðstoð og ráðgjöf í gegnum alla smiðjuna.

Smiðjunni lýkur svo með sameiginlegu lokahófi þar sem öll eru velkomin að koma og sjá afraksturinn.

Hugmyndavinna – fimmtudagur 27. júní
Við byrjum smiðjuna á sameiginlegri hugmyndavinnu, ákveðum þema og ræðum mismunandi tækni vegglistagerðar og hvað þarf að hafa í huga áður en byrjað er að mála.

Framkvæmd – föstudagur 28. júní

Við eyðum deginum í að mála!

ÚTIVISTARSMIÐJUR

Miðvikudag 26.júní
13:00-18:00

Nytjasmiðja

ÖRSMIÐJA

Leiðbeinendur: Mekkín Guðmundsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir

Blíðan byrjar í örsmiðju. Lærðu að nýta það sem finnst í náttúrunni! Þessi hálfs dags örsmiðja er fullkomin fyrir alla sem hafa áhuga á sjálfbærni og skapandi notkun náttúrulegra efna.

Í þessari smiðju munu þátttakendur læra hvernig hægt er að nýta náttúruleg efni úr umhverfinu til að búa til fallega og nytsamlega hluti. Við munum byrja á stuttum leiðsagnarferli um náttúruna þar sem við söfnum saman efnum úr náttúrunni. Eftir það munum við setjast niður og læra mismunandi aðferðir við að vinna með þessi efni.

Fimmtudag og föstudag 27.-28.júní
09:00-16:00

Ævintýrasmiðja

Leiðbeinandi: Hrefna Ásgeirsdóttir

Komdu með í tveggja daga útivistarsmiðju þar sem við sameinum náttúru og ævintýri! Þessi smiðja er hluti af Blíðunni og er ætluð öllum sem hafa áhuga á útivist og vilja prófa nýja hluti í fallegu umhverfi. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, þá er þetta tækifærið til að kanna náttúruna og njóta útiverunnar. Mikilvægt er að þátttakendur hafi með sér góða gönguskó, góðan og lipran útivistarfatnað, regnhelda jakka, lopapeysu, sokka, vettlinga, húfu og léttan bakpoka.

Siglingadagur – fimmtudagur 27.júní

Ævintýrasmiðjan hefst með siglingadegi þar sem þátttakendur fá tækifæri til að prófa kayak og fara út á sjó á strandveiðibát. Leiðbeinendur verða á staðnum til að kenna undirstöðuatriði í kajakróðri og passa upp á öryggi þátttakenda. Dagurinn byrjar með grunnkennslu í siglingatækni og öryggisatriðum, en síðan fá öll að fara á kajak og prófa á eigin skinni. Strandlengjan verður könnuð og lögð verður áhersla á að njóta sjávarblíðunnar.

Fjallgöngudagur – föstudagur 28.júní

Farið verður í fjallgöngu yfir Klofningsheiði, sem er heiðin á milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Þessi ganga tekur um 5 klukkustundir. Staldrað verður við á nokkrum stöðum til að hvíla lúin bein og gæða sér á nesti, þá má ekki gleyma að njóta útsýnisins og fá fræðslu um svæðið og náttúruna.

Laugardag 29.júní
15:00-18:00

LOKAHÓF

Smiðjunum lýkur með sameiginlegu lokahófi laugardaginn 29.júní þar sem öll eru velkomin að koma sjá og heyra um afraksturinn. Tónlist og skemmtun!

Laugardag 29.júní
15:00-18:00

LOKAHÓF

Smiðjunum lýkur með sameiginlegu lokahófi laugardaginn 29.júní þar sem öll eru velkomin að koma sjá og heyra um afraksturinn. Tónlist og skemmtun!

Praktík

Hvar og hvenær?

Mæting er í húsnæði Lýðskólans að Hafnarstræti 11 (efri hæð) á Flateyri miðvikudaginn 26.júní kl 13.00 og hefst með örsmiðju. Fimmtudag og föstudag hefjast smiðjurnar kl 9 og standa til kl 16, tekið er klukkutíma hádegishlé kl 12.

Á laugardegi er sameiginlegur hádegismatur og eftir hádegi er lokahóf.

Nánari dagskrá má vænta von bráðar.


Hvað er innifalið?

Smiðjurnar (efni og kennsla) kosta ekkert fyrir þátttakendur. Matur sem er innifalinn í smiðjunum er kvöldmatur á miðvikudegi, hádegismatur á fimmtu,- föstu,- og laugardegi.


Af hverju?

Smiðjurnar svipa mikið til námskeiða sem kennd eru í Lýðskólanum á Flateyri og leiðbeinendur smiðjana eru allt fólk sem tengist skólanum á einn eða annan hátt, aðallega útskrifaðir nemendur sem hafa skarað fram úr í sínu fagi eftir Lýðskólann.


Fyrir hvern?

Hátíðin er opin öllum sem eru 18 ára og eldri. Þau sem eru forvitin og langar til að kynna sér Lýðskólann eru sérstaklega hvött til að koma. Smiðjuhátíðin er hugsuð fyrir þau sem vilja fá tilfinningu fyrir því hvernig það er að vera í Lýðskólanum á Flateyri.

SKRÁNINGARFORM

Smiðjuvikan er einungis fyrir þau sem náð hafa 18 ára aldri eða verða 18 ára á árinu
Ofnæmi, óþol. grænmetisfæði, vegan o.þ.h.
Undirliggjandi sjúkdómar, flogaveiki eða annað sem hafa þarf í huga