Ingólfur M Olsen,
Brimbretta- og fljótasiglingaleiðsögumaður
Ingólfur hefur stundað brimbretti við íslenskar og erlendar strendur í yfir 20 ár ásamt þvi að eyða miklum tíma á snjóbretti víðsvegar um heiminn. Hann hefur unnið við leiðsögumennsku á íslandi í yfir 12 ár og byrjaði sinn feril sem leiðsögumaður í straumvatnssiglingum í Hvítá og vann síðan við fjölda mismundandi ferða innan ævintýraleiðsögumennsku á Íslandi eftir að hafa hlotið þjálfun og réttindi í jöklaleiðsögumennsku, straumvatnssiglingum, hellaleiðsögn og fjallaleiðsögn. Ingó eins og hann er oftast kallaður á og rekur lítið leiðsögufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum á brimbretti og snjóbretti í bland við almenna ævintýraleiðsögumennsku, íslenska menningu, náttúru, mat og tónlist.
https://www.arcticsurfers.com/