Brettið og brimið

Brettið og Brimið

Hefur þig alltaf dreymt um að prófa brimbretti? Á þessu námskeiði lærir þú allt um tæknina og  græjurnar sem þú notar, lærir að lesa í öldurnar og umhverfið með öryggið í fyrirrúmi. Hér fyrir vestan eru kjöraðstæður fyrir brimbrettaiðkun, þar sem þú ert umvafinn fjöllum og kraftinum í náttúrunni. Þegar við erum búin að fara vel yfir tækni og öryggismál þá skellum við okkur í öldurnar og æfum okkur.

Ingólfur M Olsen, 

Brimbretta- og fljótasiglingaleiðsögumaður

Ingólfur hefur stundað brimbretti við íslenskar og erlendar strendur í yfir 20 ár ásamt þvi að eyða miklum  tíma á snjóbretti víðsvegar um heiminn. Hann hefur unnið við leiðsögumennsku á íslandi í yfir 12 ár og byrjaði sinn feril sem leiðsögumaður í straumvatnssiglingum í Hvítá og vann síðan við fjölda mismundandi ferða innan ævintýraleiðsögumennsku á Íslandi eftir að hafa hlotið þjálfun og réttindi í jöklaleiðsögumennsku, straumvatnssiglingum, hellaleiðsögn og fjallaleiðsögn. Ingó eins og hann er oftast kallaður á og rekur lítið leiðsögufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum á brimbretti og snjóbretti í bland við almenna ævintýraleiðsögumennsku, íslenska menningu, náttúru, mat og tónlist. 

https://www.arcticsurfers.com/