Ferðalagið innra

Ferðalagið innra

Hvað sem þú gerir á þínum tíma á jörðinni verður þú alltaf að takast á við sjálfan þig. Þú getur klifrað há fjöll, hlaupið hratt – og langt – en á endanum getur þú ekki falið þig frá þér. Það er þar sem ferðin hið innra hefst.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Á þessu tveggja vikna námskeiði er þér boðið á stefnumót við þig. Með kennara og í samneyti við aðra nemendur færðu tækifæri til að kanna hvers þú ert megnug/ur. Hvernig þú tengist þér og öðrum í kringum þig. Að finna þinn stað í samfélagi við aðra og í heiminum. Að leita að lyklinum að þinni eigin lífsfyllingu.

Námskeiðið samanstendur af vinnustofum, hópavinnu og einstaklingstímum með þjálfara. Nemendur fá í hendur tæki og tól sem leiða eiga til aukinnar sjálfsþekkingar, skilningi fyrir þörfum annarra og þegar allt kemur til alls, aukinnar lífsfyllingar.

Námskeiðið kennir Pascel Renders, stjórnendaþjálfari

https://lydflat.is/pascal-renders-2/