Ferðamennska að vori

Ferðamennska að vori

Námskeiðið er framhald af fyrra námskeiði, Vetrarfjallamennska, og haldið verður áfram að byggja upp færni í ferðamennsku, nú með áherslu á útivist og fjallamennsku að vori og sumri. Farið verður yfir rötun og leiðaval, helstu öryggisatriði í vinnu með línum, klettaklifur og hnútakennslu. Nemendur fá einnig tækifæri til að glöggva sig á jarð- og plöntufræði.

Á námskeiðinu fá nemendur nokkuð frjálsar hendur til að skipuleggja skemmtileg verkefni og æfingar og styttri ferðir í samstarfi við leiðbeinanda. Markmiðið er að vera úti og finna sér eitthvað að gera hvort sem það felst í ferðum á fjalla- eða gönguskíðum, hjólum eða gangandi, sofa undir berum himni eða skipuleggja útilegu eða lengri gönguferð í óbyggðum.

Námskeiðið kennir Heiða Jónsdóttir, björgunarsveitakona

https://lydflat.is/heida-jonsdottir/