Fjallamennska 2

Fjallamennska 2

Á námskeiðinu verður byggt á þeim grunni sem farið er yfir í námskeiðinu Fjallamennska 1 sem kennt er á haustönn. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að gera nemendur hæfa til að stunda fjallamennsku á Íslandi við erfiðar aðstæður að vetrarlagi. Farið verður yfir það hvernig skal bera sig að í fjalllendi að vetrarlagi og sérstaklega verður farið yfir notkun ísaxa, mannbrodda og annars öryggisbúnaðar í vetrarfjallamennsku. Einnig verður farið yfir almenn snjóflóðafræði, mat á snjóflóðahættu, fyrstu hjálp og félagabjörgun úr snjóflóðum.

Stór hluti námskeiðsins fer fram utandyra þar sem kennari leiðir nemendur í gegnum æfingar sem miða að ofangreindu markmiði. Mikil áhersla verður lögð á styttri og lengri ferðir og að nemendur stundi af krafti útivist, hvort sem er á fjallaskíðum, þrúgum eða á göngu í snjó. Farið verður í lengri og styttri ferðir með kennöru og aðstoðarmönnum.

Bjartur Týr Ólafsson
fjallaleiðsögumaður        

Bjartur byrjaði að vinna sem fjalla- og jöklaleiðsögumaður árið 2015. Hann er Vestmannaeyingur og byrjaði snemma að klifra um alla eyju eftir eggjum og lundum. Honum finnst svo gaman að klifra að hann klifraði alla leiðina upp á Mont Blanc þegar hann var 18 ára.

Garðar Hrafn Sigurjónsson
fjallaleiðsögumaður

Garðar hefur unnið sem leiðsögumaður í 19 ár, á hjóli, á kajak og uppi á jökli svo eitthvað sé nefnt. Hann er mikill skíðaáhugamður og skellir sér reglulega á brimbretti. Hann er líka mikill fjallahjólagarpur og hefur áhuga á öllu sem tengist ævintýrum og útivist. Hann bjó um tíma í Kanada þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í ævintýraferðamennsku. Þegar hann er ekki úti á sjó, uppi á fjöllum eða hjólandi þá sér hann um mannauðsmál hjá ferðaskrifstofunni Asgard Beyond.

https://asgardbeyond.com/