Frá hugmynd að heimildamynd

Heimildamyndagerð

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist færni í að vinna hugmynd þannig að hún geti orðið að heimildamynd.

Skoðaðar eru ólíkar tegundir heimildamynda og farið í mismunandi aðferðafræði. Hugmyndir eru þróaðar í hóp undir leiðsögn kennara og nemendur vinna smærri verkefni þar sem þau æfa sig í þróun og útfærslu.

Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona

Helga Rakel lauk MA námi í skapandi heimildamyndagerð frá Pompeu Fabra IDEC í Barcelona. Hún starfar við heimildamyndagerð og rekur framleiðslufyrirtækið Skarkala ehf. Helga Rakel hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir verk sín og kennt heimildamyndagerð á ýmsum stigum og séð um vinnustofur fyrir starfandi heimildamyndagerðarfólk.