Frá hugmynd að heimildamynd

Heimildamyndagerð

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist færni til að vinna hugmynd í form heimildamyndar. 

Ólíkar tegundir heimildamynda verða skoðaðar og hugmyndir þróaðar í hóp undir leiðsögn kennara. Nemendur vinna verkefni í hljóð og mynd þar sem unnið er með aðferðir sem styrkja persónulegt fagurferði hvers og eins nemanda.

Karna er heimildamyndahöfundur, framleiðandi og verkefnastjóri og situr í stjórn Skjaldborgar—hátíðar íslenskra heimildamynda. Karna útskrifaðist með MA í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2022 og BDes í iðnhönnun með áherslu á dramatúrgíu frá VUW í Nýja Sjálandi 2008. Hún er stundakennari við hönnunardeild LHI, kennir heimildamyndagerð við Kvikmyndaskóla Íslands og elskar að sigla.