Frá hugmynd til framkvæmdar

Frá hugmynd til framkvæmdar

frá hugmynd til frkv

Markmið námskeiðsins er að búa nemendur undir það að gera hugmyndir sínar og verkefni að veruleika.

Kynnt eru grundvallaratriði í hugmyndavinnu, stefnumörkun, áætlunargerð og verkefnastjórnun samhliða samningatækni og fjármögnun fyrirtækja.

Runólfur Ágústsson er menntaður lögfræðingur en starfar sem frumkvöðull og verkefnastjóri

Hann hefur gert eitt og annað um ævina, m.a. verið rektor í háskólanum á Bifröst, einn af stofnendum og fyrsti framkvæmdastjóri Keilis. Fyrir utan það að vera hugmyndasmiðurinn að Lýðskólanum á Flateyri og stjórnarformaður hans, er Runólfur líka framkvæmdastjóri Fluglestarinnar-þróunarfélag sem vinnur að því að byggja lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.

Runólfur starfar núna sem verkefnastjóri Þorpsins vistfélags,sem byggir íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og ungt fólk í Gufunesi í Reykjavík.