Frásagnir í ýmsum formum

Frásagnir í ýmsum formum

Það líður varla sá dagur að við segjum ekki eða heyrum sögu. Þær geta verið nánast óendanlegar hvað form og lögun varðar. Á námskeiðinu munum við kynna okkur nokkur mismunandi form frásagna, taka eftir frásögnum í hversdeginum og að endingu prófa okkur áfram með þær sem okkur þykja áhugaverðar.

Jörundur Ragnarsson,

Leikari,leikstjóri og handritshöfundur.

Jörundur lærði leiklist við LHÍ og síðan leikstjórn og handritsgerð við Columbia háskóla. Hann hefur skrifað handrit og leikið í sjónvarpsþáttum sem heldur betur hafa slegið í gegn eins og Vaktirnar þar sem hann var eftirminnilegur í hlutverki Daníels. Hann er núna nýstiginn af fjölunum þar sem hann lék við góðar undirtektir í Borgarleikhúsinu í Sex í Sveit. 

Jörundur er einmitt sjálfur sveitastrákur og með miklar taugar til Vestfjarða þar sem hann bjó stóran hluta barnæskunnar.