Frásagnir í ýmsum formum

Frásagnir í ýmsum formum

Það líður varla sá dagur að við segjum ekki eða heyrum sögu. Þær geta verið nánast óendanlegar hvað form og lögun varðar. Á námskeiðinu munum við kynna okkur nokkur mismunandi form frásagna, taka eftir frásögnum í hversdeginum og að endingu prófa okkur áfram með þær sem okkur þykja áhugaverðar.

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, matargerðarkona, leikkona og rithöfundur

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir er með BA-próf í leiklist frá Listaháskóla Íslands og mastersgráðu í ritlist frá Háskóla Íslands 2015. Jóhanna er um þessar mundir með nokkur höfundaverkefni í gangi, m.a. handrit að sjónvarpsþáttum, kvikmynd í fullri lengd og skáldsögu. Jósa brennur af áhuga og ástríðu yfir öllu því sem tengist mat og því sem til fellur í náttúrunni og má nýta til matreiðslu ljúfmetis.

Jósa hefur síðastliðin 11 sumur starfað sem kokkur í Flatey á Breiðafirði þar sem þessi ástríða hennar hefur vaxið og dafnað.