Frumefli

Frumefli

Á námskeiðinu verður tekist á við frumkraftinn sem í okkur býr. Hvaðan kemur hann? Hvað er það sem drífur okkur áfram? Hvernig tengjumst við sjálfum okkur og öðrum?

Í gegnum ýmsar samskiptaleiðir, leiki og spuna tengjumst við okkur sjálfum og hvort öðru og setjum okkur leikreglur fyrir samveruna sem er framundan.

Agnar Jón Egilsson, leikari og leikstjóri, MA í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Aggi hefur leikið fjölda hlutverka og leikstýrt fjölda verka fyrir leikhús og sjónvarp. Hann hefur unnið mikið við kennslu og rekur Leynileikhúsið sem er leiklistarskóli fyrir börn og unglinga. Hann starfar einnig sem leiklistarkennari við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Aggi trúir því að innst í kjarna hverrar manneskju sé ofurkraftur sem býður síns tíma.

Hildur Dagbjört Arnardóttir, landslagsarkitekt og vistræktarfrömuður.

Hildur Dagbjört er landslagsarkitekt sem brennur fyrir umhverfisvernd og sjálfbærni. Hún leitast við að nota umhverfisvænar lausnir í öllu sem hún tekur sér fyrir í lífinu og öllu sem hún hannar. Hildur er drífandi og nýtur þess að koma af stað samfélagslegum verkefnum þar sem venjulegt fólk fær möguleika til þess að hafa áhrif á og breyta eigin umhverfi til hins betra.