Garðar Hrafn Sigurjónsson

Garðar Hrafn Sigurjónsson, fjallaleiðsögumaður

Garðar hefur unnið sem leiðsögumaður í 19 ár, á hjóli, á kajak og uppi á jökli svo eitthvað sé nefnt. Hann er mikill skíðaáhugamður og skellir sér reglulega á brimbretti. Hann er líka mikill fjallahjólagarpur og hefur áhuga á öllu sem tengist ævintýrum og útivist. Hann bjó um tíma í Kanada þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í ævintýraferðamennsku. Þegar hann er ekki úti á sjó, uppi á fjöllum eða hjólandi þá sér um mannauðsmál hjá ferðaskrifstofunni Asgard Beyond.

https://asgardbeyond.com/

Garðar kennir:

Hornstrandir
Fjallamennska 1
Fjallamennska 2
Ísklifur