Gönguskíði​

Gönguskíði

Á þessu námskeiði læra nemendur á gönguskíði og er markmiðið að ná upp ágætis færni fyrir lok námskeiðsins. Farið verður í allskyns æfingar og leiki.

Gönguskíðasvæðið á Ísafirði er magnað gönguskíðasvæði sem býður uppá góðar brautir bæði fyrir byrjendur og lengri koma.

Rúnar Óli Karlsson
leiðsögumaður

Rúnar er menntaður landfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur stundað útivist og fjallamannesku síðan í skátunum. 

Hann gekk í Hjálparsveit skáta á Ísafirði og öðlaðist mikla reynslu þar og var seinna í undanfarasveit Hjálparveitar skáta í Reykjavík. Hann hefur kennt námskeið fyrir Landsbjörgu eins og fjallamennsku, ísklifur og leit í snjóflóðum. Hann hefur stundað fjallamennsku víða um heim svo sem í Ölpunum, Perú, Grænlandi, Slóveníu, Kanada og Bandaríkjunum.

Rúnar hefur unnið við leiðsögn víða um landið í tuttugu ár og stofnaði Borea Adventures á Ísafirði árið 2006 ásamt öðru góðu fólki og hefur unnið þar síðan. 

Rúnar hefur lokið ýmsum námskeiðum sem tengjast útivist, björgun og fjallamennsku og er með fullgild réttindi í fyrstu hjálp í óbyggðum.

https://www.boreaadventures.com/