Grænaflateyri

Græna Flateyri

Markmið námskeiðsins er að nemendur læri um umhverfismál og kynnist fjölbreyttum leiðum til að auka sjálfbærni og umhverfisvitund og -vernd. Í hópavinnu hafa nemendur tækifæri til að taka þátt í að móta framtíðarsýn Flateyrar í umhverfismálum.

Nemendurnir vinna í hópum og í samstarfi við íbúa Flateyrar að úttekt á stöðu umhverfismála á Flateyri og vinna að hugmyndum og framtíðarsýn um það í hvernig Flateyri getur orðið grænni og vænni. Valdar verða nokkrar tillögur að átaksverkefnum sem vinna má áfram og kynna fyrir og innleiða í samfélagi íbúa á Flateyri.

Hildur Dagbjört Arnardóttir, landslagsarkitekt og vistræktarfrömuður

Hildur Dagbjört Arnardóttir er landslagsarkitekt sem brennur fyrir umhverfisvernd og sjálfbærni. Hún leitast við að nota umhverfisvænar lausnir í öllu sem hún tekur sér fyrir í lífinu og öllu sem hún hannar. Hildur er drífandi og nýtur þess að koma af stað samfélagslegum verkefnum þar sem venjulegt fólk fær möguleika til þess að hafa áhrif á og breyta eigin umhverfi til hins betra.