Grafísk hugsun

Grafísk hugsun

Hér munu nemendur finna stað fyrir hugsanir sínar á grafísku eða myndrænu formi.

Farið verður yfir ýmsa tækni til prentunar, þar á meðal silkiþrykk, og grunnatriði grafískrar miðlunar kynnt.

Björn Loki Björnsson, leturhönnuður og listamaður

Loki sérhæfir sig í vegglist og leturtengdum verkum. Loki á rætur sínar að rekja til vegglistasenu Reykjavíkur. Hann lærði grafíska hönnun og tilheyrir nú listasamsteypunni Grandabræður ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki, Krot & Krass. Hann tók einnig þátt því að stofna Skiltamálun Reykjavíkur á sínum tíma, en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í skiltagerð og uppsetningu stórra verka fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Elsa Jónsdóttir, leturhönnuður og listamaður

Elsa sérhæfir sig í vegglist og leturtengdum verkum. Elsa lærði grafíska hönnun og tilheyrir nú listasamsteypunni Grandabræður ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki, Krot & Krass. Hún hefur einnig tilheyrt Skiltamálun Reykjavíkur til nokkurar ára, en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í skiltagerð og uppsetningu stórra verka fyrir einstaklinga og fyrirtæki.