Grafísk hugsun

Grafísk hugsun

Hér munu nemendur finna stað fyrir hugsanir sínar á grafísku eða myndrænu formi.

Farið verður yfir ýmsa prentmiðla þar á meðal riso prentun og grunnatriði grafískrar miðlunar kynnt í gegnum ýmis hönnunarforrit.

Tobba, grafískur hönnuður og Sæþór, grafískur hreyfihönnuður, silkiprentari og myndlistarmaður

Tobba og Sæþór eiga og reka FARVA, sem er vinnustofa þar sem þau hanna og selja sínar vörur ásamt því að hanna auglýsingar og kynnngarefni fyrir stór og smá fyrirtæki. Þar er líka prentverkstæði þar sem þau silki- og risoprenta vörurnar sínar. Þar selja þau líka eigin gjafavöru og prentun. 

Tobba og Sæþór eru sannkallaðir þúsundþjalasmiðir með sköpunarkraftinn í lagi og svo er alltaf stutt í hlátur og gleði.