Grafísk hugsun

Byrjað verður að fara yfir grunnatriði grafískrar hugsunar/hönnunar og dýfum við litlu tánni í heim í Photoshop, Illustrator og InDesign. Klippum, teiknum og björgum heiminum á meðan við finnum út hversu íkonísk við mögulega getum orðið á tveimur vikum!

Sigríður Rún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður árið 2012 og hefur starfað í faginu síðan þá, fyrst á auglýsingastofunni ENNEMM og síðan sem einyrki (freelance hönnuður) síðan árið 2015. Hún er einnig með sveinsbréf í prentsmíði (grafísk miðlun) starfaði við það á árunum 2007-2011. Sigga Rún er meðlimur í Tákn & Teikn sem samanstendur af 8 hönnunarmenntuðum konum sem halda sýningar á fjölbreyttum stöðum og með fjölbreyttu sniði og hefur undanfarin sumur haldið námskeið á heimili sínu í Mosfellsdal fyrir börn þar sem hún fléttar saman náttúrunni og sköpun.
Í Mosfellsdal býr Sigga Rún með fjölskyldu sinni á sveitabæ og stundar smábúskap samhliða freelance starfinu. Hún stundar töluverða hestamennsku og hefur gaman að flestum dýrum og því umstangi sem þeim fylgir. Vinnustofan hennar er heima svo hún þarf ekki að fara langt til að klára verkefnin og skreppur svo út á hestbak í frítímanum.
Heimasíða Siggu Rúnar er www.siggarune.com