Grafísk hugsun

Grafísk hugsun

Inngangur að grafískri hönnun. Við kynnumst algengustu birtingarmyndum grafískrar hönnunar, aðferðum, verklagi og sögu. Í fyrri hluta námskeiðsins skoðum við grundvallarþætti grafískrar hönnunar og hvernig þeir nýtast til að miðla hugmyndum, málefnum, innihaldi og tilfinningum. Seinni hluti námskeiðsins er tileinkaður einstaklingsverkefni nemenda undir leiðsögn kennara. Verkefnið er valið í samráði við kennara með áhugasvið nemenda í huga.

Elías Rúni
teiknari og grafískur hönnuður

Elías Rúni er myndasöguhöfundur, myndlýsir og grafískur hönnuður með BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og diplómur í myndasögum frá ÉESI í Angoulême og teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hann hefur gefið út tvær myndasögur, Plöntuna á ganginum (meðhöfundur: Elín Edda) og Kvár. Elías leggur megináherslu á heimildamyndasögur og hefur birt greinar í ýmsum tímaritum, svo sem The Nib í Bandaríkjunum, hinu ítalska Internazionale og Charente Libre í Frakklandi.

Elín Edda Þorsteinsdóttir
grafískur hönnuður og rithöfundur

Elín Edda útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og ritlist við Háskóla Íslands. Hún hefur gefið út fjórar myndasögur, Plantan á ganginum (meðhöfundur: Elías Rúni) (2014), Gombri (2016), Glingurfugl (2018) og Gombri lifir (2019) auk tveggja ljóðabóka Hamingjan leit við og beit mig (2016) og Núningur (2022). Gombri var gefinn út á frönsku af Éditions Mécanique Générale í Kanada árið 2019. Árið 2021 kom út samvinnuverkefni þeirra Ingólfs Eiríkssonar, ljóðabókin Klón, með ljóðum eftir Ingólf myndlýstum af Elínu Eddu. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín bæði sviði bókmennta og grafískrar hönnunar.