Sæþór Örn lærði hreyfigrafík í IED í Mílanó þaðan sem hann útskrifaðist árið 2004, hann hefur unnið sem kvikari síðan þá en er einnig myndlistarmaður og hefur haldið fjórar einkasýningar.
Þorbjörg Helga, eða Tobba eins og hún er alltaf kölluð, lærði grafíska hönnun í sama skóla í Mílanó. Hún vann svo til fjölda ára á auglýsingastofu þar til hún og Sæþór sameinuðu krafta sína undir merkjum Farva árið 2012.
Síðan þá hafa þau hannað fyrir stór og smá fyrirtæki alls kyns prentefni, hreyfigrafík og annað ásamt því að reka umhverfisvænt prentverkstæði, þar sem boðið er uppá silkiþrykk og risoprent. Einnig hanna þau, framleiða og selja sínar eigin vörur innan veggja Farva.
Þau elska öðruvísi prent og tala oft um prentgúmmelaði enda getur fallegt og einstakt prent verið girnilegra en besta gómsætt sætabrauð.