Hafið, fjöllin og þú

Hafið, fjöllin og þú

Þetta er námsleiðin fyrir þig sem dreymir um að upplifa náttúruna. Læra að ferðast um hana, vinna með hana, nýta og kanna á öruggan hátt.

Ísklífur, flögrandi norðurljós, púðursnjór frá fjöru til fjalls. Kjöt í reykkofa, þari í þurrki, lífið í hægum takti. Eins og við viljum hafa það. Ef náttúran heillar er í Önundarfirði allt til alls svo að þú getir notið þín í Lýðskólanum á Flateyri. Við munum eyða stórum hluta tíma okkar utandyra og þú getur bókað að það verður í öllum veðrum og við ýmsar aðstæður sem þú hefur ekkert endilega komist í áður.

Við bjóðum þér upp á spennandi ár þar sem þú:

  • lendir í ævintýrum með nýjum vinum
  • víkkar sjóndeildarhringinn og lærir eitthvað nýtt
  • kynnist handverki og nýjum aðferðum
  • sinnir sjálfsrækt og ræktar styrkleika þína
  • prófar þig í nýjum aðstæðum

Námskeið á haustönn

Námskeið á vorönn