Hafið og sjómennska

Hafið og sjómennska

Á námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í sjómennsku ásamt því að öðlast þekkingu á helstu aðferðum við veiðar, fiskeldi og vinnslu sjávarafurða. Nemendur kynnast náttúru hafsins, veðurfari, sjólagi og sjávarföllum í gegnum fræðslu og vettvangsferðir ásamt því sem farið verður yfir margt sem tengist auðlindinni sem hafið er og helstu nytjastofnum þess. Síðast en ekki síst munu nemendur læra handverk tengd sjósókn, svo sem að hnýta hnúta, netagerð, og splæsa línu.

Steinunn Guðný Einarsdóttir er Flateyringur inn að beini. Ferðamálafræðingur, sjókona, förðunarfræðingur og gæðastjóri.

Steinunn er fædd og uppalin á Flateyri og hefur eytt stórum hluta af veru sinni á vinnumarkaði á sjó. Foreldrar hennar, bræður og maki hafa einnig öll stundað sjóinn og og þekkir hún því sjósókn frá mörgum hliðum.

Hún dásamar Flateyri og telur það forréttindi að geta búið og alið upp strákana sína á svona frábærum stað.

Áhugamálin eru alltof mörg, hún elskar alla útivist og íþróttir og sinnir þeim af bestu getu sem og hinum ýmsu félagsstörfum. Í góðu vetrarverðri þykir henni hvað erfiðast að þurfa að velja hvaða íþróttir skuli stunda í þessu frábæra umhverfi sem Önundarfjörður er.

Það má því segja að Steinunn sé einstaklega virk og virðist ganga best þegar hún er með verkefni upp fyrir haus