Hafið og sjómennska

Hafið og sjómennska

Á námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í skipstjórn og sjómennsku ásamt því að öðlast þekkingu á helstu aðferðum við veiðar og vinnslu sjávarafurða. Farið verður yfir efni um náttúru hafsins, veðurfari, sjólagi og sjávarföllum í gegnum fyrirlestra og vettvangsferðir ásamt því sem farið verður ítarlega í efni sem tengist lífríki sjávar og helstu nytjastofnum þess. Síðast en ekki síst munu nemendur læra handverk tengdri sjósókn, svo sem að hnýta hnúta, netagerð, að splæsa línu og hnýta slóða.

Nemendum gefst kostur á að fara í sjóferð í smærri hópum á námskeiðinu ásamt því sem þeir munu taka þátt í verknámi þar sem farið verður í ofangreinda handverksþætti í samvinnu við heimamenn og kennara í náminu.

Námskeiðið kennir Kristján Torfi Einarsson, sjómaður

https://lydflat.is/kristjan-torfi-einarsson/