Heiða Jónsdóttir

Heiða Jónsdóttir, gæðastjóri og björgunarsveitarkona

Heiða lærði verkfræði og starfar sem gæðastjóri í frystihúsi. Heiða hefur starfað með Flugbjörgunarsveitinni í 15 ár og hefur margra ára reynslu sem útivistarkona og leiðbeinandi á námskeiðum í fjallamennsku. Heiða elskar að þefa uppi ævintýr og veit fátt betra en að njóta náttúrunnar með skemmtilegu fólki. Heiða stundar ísklifur, fjalla- og gönguskíði og fallhlífarstökk og fjallahjól eiga hug hennar allan þegar vorið lætur á sér kræla.