Heilsa: hugur og Líkami

Heilsa : hugur og líkami
Á námskeiðinu fá nemendur fræðslu um heilsu og tengsl líkama og sálar eins og þau birtast í heilsufari, áhrif streitu á líkamlega heilsu og hvernig hugarfar og atferli hefur áhrif á árangur. Fjallað verður um næringu, líkamsrækt og hugarrækt og hvernig best má búa líkama og huga undir áreynslu og átök. Unnið verður með markmiðssetningu og ýmis þau tól sem nýtast vel þegar kemur að því að fylgja markmiðum sínum eftir. Leitað verður í smiðju austurlenskrar heimspeki, jóga, íþróttafræði, næringarfræði og sálfræði ásamt því sem kennarar verða af ólíkum toga. Nemendur munu leggja stund á líkamsrækt, jóga og hugleiðslu og setja sér markmið um þjálfun og ástundun til lengri tíma.