Hlín Helga Guðlaugsdóttir

Hlín Helga Guðlaugsdóttir

Hlín Helga, upplifunarhönnuður, sýningastjóri og ráðgjafi í Design Thinking

Hlín helga hefur starfað sem ráðgjafi í Design Thinking hjá Capacent frá árinu 2016 eftir að hafa verið sjálfstætt starfandi og gegnt kennarastöðum í háskólum viða um heim um árabil. Á starfsferli sínum hefur Hlín sérhæft sig í samfélagslegri og notendamiðaðri hönnun, framtíðarrýni og þverfaglegri teymisvinnu. Auk þess hefur Hlín sett upp og stýrt fjölda hugveita og sjálfstæðra námskeiða og sinnt stundakennslu við háskóla víða um heim. Hlín Helga er miðlimur í Stockholm School of Entrepreneurship, í hugveitunni W.I.R.E í Sviss sem ástundar þverfaglega framtíðarrýni, listrænn stjórnandi DesignTalks Hönnunarmiðstöðvar Íslands og situr í stjórn Hönnunarsjóðs Íslands.