Hljóð og hljóðvinnsla

Hljóð og skapandi hljóðvinna

Markmið námskeiðsins er að beina athygli nemenda að hljóðheiminum. Með því að leggja meiri áherslu á hljóð í umhverfinu getur skilningur og næmni til þess að rannsaka og tjá hugmyndir aukist.

Markmiðið er að nemendur átti sig á samspili hljóðs og myndar í tengslum við læsi; hvernig mynd og hljóð spilar saman og hvernig merking getur verið breytileg eftir ólíkum samsetningum myndar og hljóðs/hljóða; hvernig sama myndefni með mismunandi hljóðhönnun getur sagt ólíka hluti.

Kennsla felst í vettvangsferðum þar sem lögð er áhersla á að skynja umhverfið með því að hlusta og taka upp þau hljóð sem á vegi okkar verða. Fjallað verður fræðilega um hljóð og eiginleika þess og munu nemendur öðlast grunnþekkingu í hljóðvinnslu. Ýmsar skapandi leiðir verða reyndar er varða upptökur á hljóði, hljóð- og myndblöndun.

Þóranna Dögg Björnsdóttir, hljóð-og myndlistarkona og listkennari.

Þóranna lauk burtfararprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH í Reykjavík og er með BA próf frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Art Science. Þóranna hefur lokið M.Art.Ed frá Listkennsludeild Listháskóla Íslands.