Hljóð og hljóðvinnsla

Hljóð og hljóðvinnsla

Markmið námskeiðs er að beina athygli nemenda að hljóðheiminum. Með því að leggja meiri áherslu á hljóð í umhverfinu gæti skilningur og næmni aukist til þess að rannsaka og tjá hugmyndir. Kennsla felst í vettvangsferðum þar sem lögð er áhersla á að skynja umhverfið með því að hlusta og taka upp þau hljóð sem á vegi verða og fjallað verður fræðilega um hljóð og eiginleika þess. Ýmsar skapandi leiðir verða reyndar er varða upptökur á hljóði og hljóðblöndun og öðlast nemendur grunnþekkingu í hljóðvinnslu.

Námskeiðið kennir Þóranna Dögg Björnsdóttir, raftónlistarmaður og listkennari

https://lydflat.is/thoranna-dogg-bjornsdottir/