Hönnun í ólíkum formum

Hönnun í ólíkum formum

Nemendur eru leiddir í gegnum hönnunarferli þar sem mikið er gert af tilraunum með það að markmiði að stíga út fyrir þægindarammann. Ólíkum aðferðum verður beitt til að örva sköpunarkraftinn og nemendur túlka hugmyndir sínar í ýmiss konar útfærslum og tilraunum með ólík efni og miðla.

Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistamaður og grafískur hönnuður

Gunnar Helgi er auk þess að vera grafískur hönnuður, með BA-gráðu í myndlist og viðbótardiplóma í hagnýtri menningarmiðlun. Hann er áhugamaður um matargerð og menningu í sinni víðustu mynd, elskar kaffi og hefur unnið sem kaffibarþjónn og kokkur ásamt störfum í listum og menningu. Hann starfar freelance sem grafískur hönnuður.