Hornstrandir

Hornstrandir

Við byrjum haustið á því að fara í gönguferð um Hornstrandir þar sem við könnum þessa einstöku náttúruperlu. Það er aldrei að vita nema við rekumst á ref á leiðinni því þetta er friðland refsins.

Við hefjum ferðina með siglingu frá Ísafirði og yfir á Hornstrandir með útbúnað og vistir.

Við göngum á milli staða og gistum ýmist í tjaldi eða í húsi. Fræðumst um náttúruna og umhverfið og njótum þess að vera utan þjónustusvæðis með sjálfum okkur og félögunum.

Rúnar Óli Karlsson
leiðsögumaður og landfræðingur

Rúnar gekk í Hjálparsveit skáta á Ísafirði og öðlaðist mikla reynslu þar. Hann hefur kennt námskeið fyrir Landsbjörgu eins og fjallamennsku, ísklifur og leit í snjóflóðum. Hann hefur stundað fjallamennsku víða um heim svo sem í Ölpunum, Perú, Grænlandi, Slóveníu, Kanada og Bandaríkjunum.

Rúnar hefur unnið við leiðsögn víða um landið í tuttugu ár og stofnaði Borea Adventures árið 2006 ásamt öðru góðu fólki og hefur unnið þar síðan. 

Rúnar hefur lokið ýmsum námskeiðum sem tengjast útivist, björgun og fjallamennsku og er með fullgild réttindi í fyrstu hjálp í óbyggðum.

https://www.boreaadventures.c om/

Garðar Hrafn Sigurjónsson
fjallaleiðsögumaður

Garðar hefur unnið sem leiðsögumaður í 19 ár, á hjóli, á kajak og uppi á jökli svo eitthvað sé nefnt. Hann er mikill skíðaáhugamaður og skellir sér reglulega á brimbretti. Hann er líka mikill fjallahjólagarpur og hefur áhuga á öllu sem tengist ævintýrum og útivist. Hann bjó um tíma í Kanada þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í ævintýraferðamennsku. Þegar hann er ekki úti á sjó, uppi á fjöllum eða hjólandi þá sér hann um mannauðsmál hjá ferðaskrifstofunni Asgard Beyond. https://asgardbeyond.co