Hringrás

Hringrás

Námskeiðið er byggt upp á smiðjum þar sem áhersla er lögð á tilraunir, hraða frumgerðasmíð, hönnun hluta, verklega vinnu og framkvæmdagleði. Verður unnið með sjálbærni, siðferði og endurnýtingu að leiðarljósi og mun val á efnivið endurspegla þær áherslur. Unnið verður í samstarfi við FAB LAB á Ísafirði og verður umbreyting á efnum upphafin, samblandað stafrænni framleiðslutækni á borð við laserskurð og 3-D prent.

Björn Steinar
vöruhönnuður

Björn Steinar er menntaður vöruhönnuður og hefur á undanförnum árum einblínt á umhverfis- og samfélagstengd verkefni. Um þessar mundir vinnur hann að þróun nokkurra ólíkra verkefna; Skógarnytjar – þróun húsgagna úr íslenskum við, Catch of the day – þróun vodka úr aflögu ávöxtum frá matvælainnflytjendum og Plastplan – lítil plastendurvinnslustöð sem hann rekur ásamt kollega í Reykjavík.

Brynjólfur Stefánsson
ferilskrá

Brynjólfur Stefánsson er stofnandi Plastplan ehf og hefur starfað við rannsóknir og uppbyggingu í tengslum við plastendurvinnslu frá árinu 2018. Fyrir það hefur hann sankað að sér þekkingu úr ýmsum áttum og hefur meðal annars lagt stund á tölvunarfræði og vélaverkfræði samhliða rekstri Plastplan.