Námskeiðið er byggt upp á smiðjum þar sem áhersla er lögð á tilraunir, hraða frumgerðasmíð, hönnun hluta, verklega vinnu og framkvæmdagleði. Verður unnið með sjálbærni, siðferði og endurnýtingu að leiðarljósi og mun val á efnivið endurspegla þær áherslur. Unnið verður í samstarfi við FAB LAB á Ísafirði og verður umbreyting á efnum upphafin, samblandað stafrænni framleiðslutækni á borð við laserskurð og 3-D prent.