Hugmyndir, heimurinn og þú

Hugmyndir, heimurinn og þú

Þetta er námsbrautin fyrir þig sem vilt þroskast og þróa þig áfram sem skapandi einstaklingur.

Þú munt öðlast þekkingu og færni í ferlum skapandi greina. Stuttmyndir, grafík, hljóðin í náttúrunni, spuni og hverskonar miðlun. Þetta eru tæki og tól í verkfærakistu framtíðar þinnar sem hjálpar þér að takast á við fjölbreytt verkefni á skapandi hátt.

Á Flateyri eru aðstæður kjörnar til hugmyndavinnu, skapandi starfs og sjálfseflingar. Við hugsum, sköpum, prufum okkur áfram, förum aðeins út fyrir þægindarammann, hreyfum okkur, við horfum aðeins á skjáinn, en líka innávið og út í heim og við vinnum í höndunum og fáum að vera smá skítug.

Við bjóðum þér uppá spennandi vetur þar sem þú:

  • lendir í ævintýrum með nýjum vinum
  • víkkar sjóndeildarhringinn og lærir eitthvað nýtt
  • færð innsýn í fjölbreyttar skapandi greinar
  • prófar þig í nýjum aðstæðum
  • kynnist þér betur og þroskast sem skapandi einstaklingur

Námskeið á haustönn

Námskeið á vorönn