Hugmyndir heimurinn og þú

Hugmyndir, heimurinn og þú

Námskeið á haustönn

Námskeið á vorönn

Hugmyndir, heimurinn og þú er námsbraut fyrir þig sem vilt þroskast og þróa þig áfram sem skapandi einstaklingur. Þú munt öðlast þekkingu og færni í ferlum skapandi starfs allt frá hugmyndavinnu, yfir í framkvæmd og miðlun. Við kynnum þig fyrir fjölmörgum og ólíkum skapandi greinum í tveggja vikna lotum yfir námsveturinn, en þannig öðlast þú innsýn í fjölbreyttan heim endalausra möguleika og merkir hvert áhugi þinn hallast.

Hvort sem þú stefnir á áframhaldandi nám og starf innan skapandi geira, langar innst inni bara í lögfræði, eða hreinlega veist ekki hvað næst, þá er þetta nám fyrir þig, enda veitir það þér tæki og tól í verkfærakistu framtíðar þinnar, til að takast á við fjölbreytt verkefni á skapandi hátt.

Á Flateyri er gott að vera. Þar verðum við saman þéttur hópur og án utanaðkomandi áreitis. Aðstæðurnar eru kjörnar til hugmyndavinnu og skapandi starfs og sjálfseflingar. Við hugsum, sköpum, prufum okkur áfram, förum aðeins út fyrir þægindarammann, hreyfum okkur, við horfum aðeins á skjáinn, en líka innávið og út í heim og við vinnum í höndunum og fáum að vera smá skítug.

Við bjóðum þér uppá spennandi vetur þar sem þú:
lendir í ævintýrum með nýjum vinum
víkkar sjóndeildarhringinn og lærir eitthvað nýtt
færð innsýn í fjölbreyttar skapandi greinar
prófar þig í nýjum aðstæðum
kynnist þér betur og þroskast sem skapandi einstaklingur