Hugur og heilsa 2

Útihreysti, markmið og næring 2

Námskeiðið er framhald af Hugur og heilsa 1 sem kennt er á haustönn. Farið verður yfir heilsutengd markmið sem nemendur settu sér á haustönninni og staðan tekin á þeim. Við komum okkur aftur í gang eftir jólafríið með því að stunda ýmiss konar líkamsrækt, jóga og fara yfir næringu og hugarfar. Nemendur fara m.a. á skíði, gönguskíði, gönguferðir, sund og flot.

Salome Elín Ingólfsdóttir
næringarfræðingur og ÍAK einkaþjálfari.

Fædd og uppalin á Ísafirði. Valdi íþróttabraut í menntaskóla og ákvað svo að velja næringarfræðina í háskólanáminu. Fannst frábært að geta frætt fólk um næringu og heilsu en þar sem næring og hreyfing eru svo tengdir þættir þegar kemur að heilsunni lá beinast við að bæta einkaþjálfaranámi við.

Helstu áhugamál eru heilsutengd og það vill svo skemmtilega til að vinnan er það líka. Fjölbreytt hreyfing og útivera auk þess sem matur fangar hugann á margan hátt. Sumrin eru nýtt í ferðalög með fjölskyldunni um Ísland og erlendis. Hornstrandir heilla mikið því þar hef Salóme átt margar góðar stundir frá því að hún var barn