Nemendum stendur til boða húsnæði á vegum skólans. Það er tveir möguleikar á húsnæði.
Þú býrð á heimavistinni eða deilir íbúð með öðrum
Herbergin eru ágætlega rúmgóð. Öll herbergi eru með húsgögnum (rúm með sæng og kodda, náttborði, lampa og skáp með spegli). Nemendur koma með sængurföt, lök, handklæði og annað lín sem þeir þurfa til einkanota. Öll herbergi eru með aðgang að baði, eldhúsi og setustofu. Húsnæðið er fullbúið húsgögnum, eldhúsáhöldum og því helsta sem þarf til að halda heimili.
Nemendur sjá sjálfir um þrif og innkaup á hreingerningarvörum og þess sem þarf til daglegs viðhalds. Í húsunum eru ryksugur og aðrar græjur til þrifa.
Leigan er frá 42.000 krónum – 47.000 krónum á mánuði fyrir herbergið. Takmarkaður fjöldi er í boði af tveggja manna herbergjum. Verðið á tveggja manna herbergjum er 30.000 krónur á mann á mánuði. Rafmagn, hiti og net er innifalið í leigunni.
Hægt er að sækja um húsnæðisbætur.
Þú býrð út af fyrir þig eða með fjölskyldunni
Stórhluti af upplifuninni að vera í Lýðskólanum á Flateyri er að deila húsnæði með öðrum. Ef þú íhugar t.d. að koma með fjölskyldu þinni eða maka þá er hugsanlega hægt að leigja séríbúð. Hafðu samband við okkur ef þú óskar eftir aðstoð við að leigja eigin íbúð, við getum vonandi aðstoðað.