Húsnæði fyrir nemendur

Húsnæði fyrir nemendur

Nemendum stendur til boða húsnæði á vegum skólans. Annars vegar er um að ræða herbergi á hefðbundinni heimavist og hins vegar herbergi í þriggja herbergja smáhýsi. Þegar sótt er um skólavist er hægt að velja þann kost að dvelja á heimavist/smáhýsi, ein/n í herbergi, en hægt er að deila herbergi sæki tveir um það saman.

Þú býrð á heimavistinni eða deilir smáhýsi með öðrum

Herbergin eru ágætlega rúmgóð. Öll herbergi eru með aðgang að baði, eldhúsi og setustofu. Húsnæðið er fullbúið húsgögnum, eldhúsáhöldum og því helsta sem þarf til að halda heimili.

Nemendur sjá sjálfir um þrif og innkaup á hreingerningarvörum og þess sem þarf til daglegs viðhalds. Í húsunum eru ryksugur og aðrar græjur til þrifa. Nemendur þurfa að koma með handklæði, rúmföt og svo auðvitað það sem þau þurfa til persónulegra nota.

Leiga á herbergi kostar 42.000 kr. á mánuði til 60 þúsund krónur, en dýrustu herbergin eru hentug fyrir tvo að deila (30 þúsund á mann). Hægt er að sækja um húsaleigubætur. Rafmagn, hiti og internet er innifalið í leigu.

Þú býrð út af fyrir þig eða með fjölskyldunni

Á Flateyri er iðulega nokkurt framboð af lausu húsnæði á gistiheimilum og í leiguhúsnæði. Heyrðu í okkur ef þú vilt skoða þann möguleika að leigja þitt eigið húsnæði og við getum orðið þér að liði við húsnæðisleitina.