Innblástur úr nærsamfélagi

Innblástur frá nærsamfélagi

Á námskeiðinu læra nemendur að sækja sér innblástur úr umhverfi og nærsamfélagi. Nemendur öðlast skilning á hugmyndavinnu og hvernig skal þróa og framkvæmda hugmyndir.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu á ólíkum miðlum, kynnist verkfærum sem nýtast í skapandi vinnu, temji sér góðar venjur í skapandi ferli og læri að sækja sér innblástur og þróa og raungera hugmyndir.

Margeir Haraldsson Arndal
Verkefnastjóri og listamaður

Margeir lauk námi frá Lýðskólanum á Flateyri 2019 og er útskrifaður af lista- og nýsköpunarbraut Menntaskólans á Ísafirði. Nú starfar hann sem verkefnastjóri við Lýðskólann, þar sem hann sinnir markaðs- og tæknimálum og tekur þátt í daglegu starfi skólans.

Samhliða starfi við Lýðskólann rekur hann auglýsingafyrirtækið Haraldsson Prod. ehf. sem framleiðir myndbönd s.s. auglýsingar, sjónvarpsefni og fleira.