Ísklifur

Ísklifur

Á þessu námskeiði prufum við okkur áfram með ísklifur. Farið er dýpra í grunnatriði ísklifurs svo sem öryggismál, hreyfitækni, útbúnað og aðferðir. Megináherslan er lögð á hreyfingar í ísklifri og uppsetningu megintrygginga með ískrúfum. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að vera færir um að setja upp akkeri í ís og klifra í ofanvað.
Megináhersla er lögð á að þjálfa þátttakendur í klifurtækni og hreyfigetu ásamt því sem þeir fá góða þjálfun í ísetningu ísskrúfa, akkerisbyggingu og ferli klifurs. Einnig er mikið lagt uppúr því að þjálfa öryggismeðvitund þátttakenda þannig að þeir geti í lok námskeiðsins gert sér grein fyrir þeim hættum sem tengjast ísklifri.

Bjartur Týr Ólafsson
fjlallaleiðsögumaður    

Bjartur byrjaði að vinna sem fjalla- og jöklaleiðsögumaður árið 2015. Hann er Vestmannaeyingur og byrjaði snemma að klifra um alla eyju eftir eggjum og lundum. Honum finnst svo gaman að klifra að hann klifraði alla leiðina upp á Mont Blanc þegar hann var 18 ára.

 

Garðar Hrafn Sigurjónsson
fjallaleiðsögumaður

Garðar hefur unnið sem leiðsögumaður í 19 ár, á hjóli, á kajak og uppi á jökli svo eitthvað sé nefnt. Hann er mikill skíðaáhugamður og skellir sér reglulega á brimbretti. Hann er líka mikill fjallahjólagarpur og hefur áhuga á öllu sem tengist ævintýrum og útivist. Hann bjó um tíma í Kanada þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í ævintýraferðamennsku. Þegar hann er ekki úti á sjó, uppi á fjöllum eða hjólandi þá sér um mannauðsmál hjá ferðaskrifstofunni Asgard Beyond.

https://asgardbeyond.com/