Kajak

Kajak

Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum um mismunandi tegundir kajaka, virkni þeirra og hvernig hægt er ferðast um á þeim. Farið verður yfir ferðaskipulag, áhættur í sjó, sjávarföll og veðurlag ásamt því sem róðrartækni, rötun, björgunaraðferðir og leiðaval verður til umföllunar. Tíminn verður einnig notaður til að fræðast um strandlífríkið; skeljar, þang, fugla og spendýr.

Námskeiðið verður í bland fræðsla, vettvangsferðir, æfingar og sjóferðir. Nemendum stendur einnig til boða að fara í lengri ferð á kajak með kennara og aðstoðarmönnum.

Veiga Grétarsdóttir
kajakræðari og leiðsögukona

Veiga hefur stundað sjókajak frá árinu 2004 og starfað sem leiðsögukona síðastliðin 3 ár, bæði hér á Ísafirði og Grænlandi.

Kajak og allt sem honum viðkemur hefur verið hennar helsta ástríða síðastliðin ár. Í fyrra fór hún í sína stærstu kajakferð til þessa en þá reri hún rangsælis í kringum Ísland og varð fyrsta íslenska konan til að gera það.

@against_the_current_iceland