Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum um mismunandi tegundir kajaka, virkni þeirra og hvernig hægt er ferðast um á þeim. Farið verður yfir ferðaskipulag, áhættur í sjó, sjávarföll og veðurlag ásamt því sem róðrartækni, rötun, björgunaraðferðir og leiðaval verður til umföllunar. Tíminn verður einnig notaður til að fræðast um strandlífríkið; skeljar, þang, fugla og spendýr.
Námskeiðið verður í bland fræðsla, vettvangsferðir, æfingar og sjóferðir. Nemendum stendur einnig til boða að fara í lengri ferð á kajak með kennara og aðstoðarmönnum.