Karaktersköpun í kvikmyndum

Karaktersköpun í kvikmyndum

Á námskeiðinu verður farið í saumana á karaktersköpun. Hvað er karakter? Úr hvaða brotum er hann samsettur?

Flest vandamál í frásögn má rekja til þess að karakterar eru ekki nógu vel skilgreindir. Þegar maður er með frábæran karakter í höndunum verður eftirleikurinn auðveldur!

Í gegnum fyrirlestra og verklegar æfingar munu nemendur öðlast færni í að skapa margslungna, mótsagnakennda og áhugaverða karaktera.

Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður

Margrét er einn afkastamesti handritshöfundur landsins og hefur skrifað handrit að sjónvarpsþáttaröðum á borð við Ófærð 2, Fanga, Stelpurnar, Rétt og Flateyjargátuna, að ógleymdri dans- og söngvamyndinni Regínu þar sem hún samdi líka tónlistina. Hún hefur skrifað barna- og unglingabækur, t.d bókaflokkinn um Aþenu, unnið við dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi, sem hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofu og ýmislegt fleira sem tengist skapandi greinum.

Margrét var hljómborðsleikari í Sykurmolunum á árunum 1988–1992 og hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda- og leikverka.