Karaktersköpun í kvikmyndum

Karaktersköpun í kvikmyndum

Á námskeiðinu verður farið í saumana á karaktersköpun. Hvað er karakter? Úr hvaða brotum er hann samsettur? Í gegnum fyrirlestra og verklegar æfingar munu nemendur öðlast færni í að skapa margslungna, mótsagnakennda og áhugaverða karaktera. Flest vandamál í frásögn má rekja til þess að karakterar eru ekki nógu vel skilgreindir. Þegar maður er með frábæran karakter í höndunum verður eftirleikurinn auðveldur!

Námskeiðið kennir Dagur Kári Pétursson, leikstjóri