Kennslufyrirkomulag

Kennslufyrirkomulag

Kennsla hefst á haustönn 20. september 2019.

Öll námskeið við Lýðskólann á Flateyri eru kennd í stuttum en hnitmiðuðum lotum. Með stuttum námslotum er auðveldara fyrir nemendur og kennara að einbeita sér að hverju námskeiði fyrir sig og kynna sér viðfangsefnin til hlítar. Einnig gefst aukið svigrúm fyrir kennara og nemendur til að staldra við áhugaverð viðfangsefni eftir þörfum hverju sinni.

Þetta fyrirkomulag skapar jafnframt tækifæri til að fá reynslumikið fólk og fagaðila víðsvegar af landinu og utan úr hinum stóra heimi til að kenna námskeið við skólann.

Gert er ráð fyrir að nemendur dvelji við Lýðskólann í eitt skólaár. Til greina kemur einnig að vera aðeins eina önn, annað hvort haust- eða vorönn. Við umsókn um skólavist tekur þú fram hversu lengi þú hyggst vera með okkur.

Athugið að Lýðskólinn á Flateyri áskilur sér rétt til að breyta skipulagi og innihaldi námskeiða í samræmi við breyttar aðstæður.

Skóladagatal

Skólasetning á haustönn: 21. september 2019

Síðasti skóladagur á haustönn: 13. desember 2019

Skólasetning á vorönn: 6. janúar 2020

Páskafrí: 6.-13. apríl 2020

Skólaslit á vorönn: 2. maí 2020