Kennsluhættir

Innibraut10 copy

Kennsluhættir

Við Lýðskólann á Flateyri kynnist fólk og þroskast.

Lýðskólinn snýst í grunninn um reynslu og upplifun í staðinn fyrir hefðbundið bóklegt nám. Lýðskólinn býður upp á verklegt nám þar sem nemendur læra með því að gera. Vinna í raunverulegum verkefnum með virkilega flottum og reynslumiklum kennurum.

Engin próf, engar einkannir, ekkert vesen.

Skólinn er fyrir nemendurna. Við viljum að nemendur geti fengið reynslu í því sem þau hafa áhuga á og við gerum það með einstaklingsmiðaðari kennslu sem víkkar sjóndeildarhringinn og hjálpar nemendum að finna sína styrkleika og sitt áhugasvið.

Námið er sett upp þannig að hvert námskeið er 1-2 vikur sem þýðir að nemendur fá einsskonar smáréttahlaðborð af námskeiðum og á hverju námskeiði er nýr kennari sem tekur sér 1-2 vikna pásu frá rokkstjörnustörfum til að koma og kenna það sem þau vinna við. Það er líka eitt af því dýrmætasta sem nemendur taka með sér úr skólanum. Fólkið sem þau kynnast í skólanum, bæði kennarar og samnemendur.

 

Athugið að Lýðskólinn á Flateyri áskilur sér rétt til að breyta skipulagi og innihaldi námskeiða í samræmi við breyttar aðstæður.