Kristján Torfi Einarsson

Kristján Torfi er sjómaður, Önfirðingur, fyrrum blaðamaður og svo margt fleira. Hann gerir út bát á handfæraveiðum og rekur Útgerðarfélag Vestfjarða sem er nú öllu minna í sniðum en nafnið gefur til kynna. Kristján hefur brennandi áhuga á öllu því sem tengist veiðum og fiskvinnslu, varðveislu verklags og vinnslu.