Kvikmyndagerð

Kvikmyndagerð

Á þessu námskeiði mun Erlendur kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir stuttmynda ásamt því að gefa innsýn í starf kvikmyndagerðarmanns. Hann mun sýna dæmi og hvetja til umræðna. Allir nemendur munu skrifa, leikstýra og klippa mínútumynd sem verður sýnd að námskeiði loknu.

Markmið námskeiðsins er að efla nemendur til að umbreyta hugmyndum sínum í raunverulega afurð. Þau fá leiðsögn um hina ýmsu þætti kvikmyndagerðar, þar á meðal handritsgerð, myndatöku, leikstjórn og klippingu.

Erlendur Sveinsson
Leikstjóri og framleiðandi

Erlendur Sveinsson er leikstjóri og framleiðandi með masterspróf í leikstjórn frá Columbia University. Hann hlaut Fulbright styrk til námsins og útskrifaðist sumarið 2018. Stuttmyndir hans úr náminu, Kanarí og Thick Skin hafa verið sýndar á yfir 100 kvikmyndahátíðum og voru báðar tilnefndar sem drama of the year á The vimeo Staff pick awards 

Erlendur hóf kvikmyndaferil sinn eftir hann útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Ísland með stuttmyndina Kæri Kaleb. Hann vann stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóð með stuttmyndinni Viltu breyta lífi þínu? og síðar mínútumyndakeppni RIFF fyrir mynd sína Breathe.

Erlendur hefur leikstýrt tugum tónlistarmyndbanda fyrir marga af vinsælustu tónlistarmönnum íslands og tónlistarmyndband hans við lag Ásgeirs Trausta var valið á Camera Image hátíðina í Póllandi. Hann hefur verið valinn á Nordic talent Campus, Les Arcs Talent village & Berlinale Talent campusHann lauk nýlega leikstjórn á tveimur þáttum á sjónvarpsseríu Baldvin Z, Svörtu Sandar með Glass River. Í dag rekur Erlendur framleiðslufyrirtækið Sensor og vinnur að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd.