Kvikmyndagerð

Kvikmyndagerð

Á námskeiðinu munum við kynna okkur nokkur mismunandi form frásagna, taka eftir frásögnum í hversdeginum og að endingu prófa okkur áfram með þær sem okkur þykja áhugaverðar.

Hvernig skapar maður spennandi karakter? Á námskeiðinu verður farið í saumana á karaktersköpun og skoðað hvernig persónur og sambönd milli persóna drífa söguna áfram. Í gegnum stutt erindi og verklegar æfingar öðlast nemendur færni í að búa til margslungna, mótsagnakennda og áhugaverða karaktera. Nemendur öðlast færni í að gera eigin örmyndir með sérstakri áherslu á karakterktersköpun. Með frábæran og vel ígrundaðan karakter í höndunum er eftirleikurinn auðveldur.

 

Erlendur Sveinsson
Leikstjóri og framleiðandi

Erlendur er með masterspróf í leikstjórn frá Columbia University. Hann hlaut Fulbright styrk til námsins og útskrifaðist sumarið 2018. Stuttmyndir hans úr náminu, Kanarí og Thick Skin hafa verið sýndar á yfir 100 kvikmyndahátíðum og voru báðar tilnefndar sem drama of the year á The Vimeo Staff Pick Awards.

Erlendur hóf kvikmyndaferil sinn eftir að hann útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Ísland með stuttmyndina Kæri Kaleb. Hann vann stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóð með Viltu breyta lífi þínu? og síðar mínótumyndakeppni RIFF fyrir mynd sína Breathe. Erlendur hefur leikstýrt tugum tónlistarmyndbanda fyrir marga af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands og tónlistarmyndband hans við lag Ásgeirs Trausta var valið á Camera Image hátíðina í Póllandi. Hann hefur verið valinn á Nordic talentCampus, Les Arcs Talent village & Berlinale Talent campus.