Land og landbúnaður 2

Land og landbúnaður 2

Á þessu námskeiði fá nemendur innsýn í búskaparstörf fyrr og nú. Farið verður á sveitabæi í nágrenni Önundarfjarðar þar sem nemendur kynnast sauðfjárrækt og ýmsum öðrum búgreinum sem bændur leggja stund á í dag, svo sem skógrækt, æðarvarpi, ferðamennsku, handverki og fleira.

Námskeiðið fer fram með verklegu námi og vettvangsferðum.

Kristín Pétursdóttir, búfræðingur og ferðaþjónustuaðili í Önundarfirði

Kristín er alin upp í sveit og er því með bændablóð í æðum. Hún valdi nám Bændaskólanum á Hvanneyri af því að þar voru ekki kenndar neinar íþróttir. Kristín sinnir ferðaþjónustu í Önundarfirði og er mikil áhugamanneskja um varðveiðslu gamalla muna, sögu og verklag. Hún er safnari í eðli sínu og sinnir því áhugamáli af ástríðu. Kristín er mikill náttúruunnandi og veit ekkert betra en að þjóta um fjalllendi Önundarfjarðar á góðum vélsleða