Land og landbúnaður 1

Land og landbúnaður

Á námskeiðinu fá nemendur að taka virkan þátt í störfum á kúabúi og í þeim bústörfum sem tilheyra því. Farið verður yfir fóðrun, mjaltir og hirðingu kúa, meðferð vinnuvéla og verklag í slátrun og verkun landbúnaðarafurða. Nemendur kynnast atriðum tengdum jarðvinnslu og jarðrækt og almennum rekstri sveitabýla. Einnig verður farið í heimsóknir á aðra bæi í nágrenninu þar sem er sauðfjárbúskapur, skógrækt og ferðammennska

Kristín Pétursdóttir, búfræðingur og ferðaþjónustuaðili í Önundarfirði

Kristín er alin upp í sveit og er því með bændablóð í æðum. Hún valdi nám Bændaskólanum á Hvanneyri af því að þar voru ekki kenndar neinar íþróttir. Kristín sinnir ferðaþjónustu í Önundarfirði og er mikil áhugamanneskja um varðveiðslu gamalla muna, sögu og verklag. Hún er safnari í eðli sínu og sinnir því áhugamáli af ástríðu. Kristín er mikill náttúruunnandi og veit ekkert betra en að þjóta um fjalllendi Önundarfjarðar á góðum vélsleða.

Jónatan Magnússon, búfræðingur og bóndi

Jonni ákvað þegar hann var smástrákur að hann vildi verða bóndi. Og bóndi varð hann! Jonni stundar búskap á Hóli í Önundarfirði þar sem hann rekur m.a. myndarlegt kúabú með um 85 kúm. Jónatan lærði búfræði í Bændaskólanum og er mikill áhugamaður um verkun og vinnslu landbúnaðarafurða og reykir m.a. sitt eigið kjöt fyrir jólin.