Landbúnaður og bændastörf

Land og landbúnaður

Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í fjölbreytt störf á sviði landbúnaðar og búskaparstörf fyrr og nú. Farið verður yfir fóðrun og hirðingu húsdýra, meðferð vinnuvéla og verklag í slátrun og verkun landbúnaðarafurða. Nemendur kynnast atriðum tengdum jarðvinnslu og jarðrækt og fá auk þess grunnþekkingu á bókhaldi og rekstri sveitabýla. Að lokum fá nemendur innsýn í ýmsar þær aukabúgreinar sem bændur leggja stund á, svo sem skógrækt, æðavarp, ferðamennsku, handverk og fleira. Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum, verklegu námi og vettvangsferðum. Nemendum gefst kostur á að taka þátt í smalamennsku og að vinna á kúa eða sauðfjárbúi á námskeiðinu. Námskeiðið kenna Kristín Pétursdóttir og Jónatan Magnússon https://lydflat.is/kristin-petursdottir/ https://lydflat.is/jonatan-magnusson/