Leiðsögn og ferðaskipulag

Ferðaskipulag og leiðsögn

Markmiðið er að nemendur fái innsýn í hið fjölbreytta starf leiðsögumannsins á Íslandi og læri um þau atriði sem skipta mestu máli við skipulagningu og leiðsögn ferðamanna af ólíkum uppruna. Áhersla verður lögð á færni í mannlegum samskiptum, upplýsingaöflun og leiðaval mismunandi tegunda ferða. Farið verður yfir atriði í ábyrgri ferðaþjónustu, ferðamálafræði og hvað góður undirbúningur skiptir miklu máli fyrir allt ferlið. Farið verður stuttlega yfir markaðssetningu í ferðaþjónustu, ásamt réttindum og skyldum leiðsögumanna.

Nemendur verða mikið í verkefnum utan kennslustofu og fá að spreyta sig í að skipuleggja og leiðsegja styttri og lengri ferðir.

Leifur Örn Svavarsson
leiðsögumaður

Leifur Örn Svavarsson er með áratuga langa reynslu af fjölbreyttum leiðsögustörfum. Hann hefur leiðsagt í allt frá stuttum menningargöngum og upp í að skipuleggja og leiðsegja 2 mánaða leiðangra á há fjöll og heimskautasvæði.  

Leifur Örn hefur víða komið að fræðslu og menntun leiðsögumanna og er með réttindi sem göngu-, jökla, fjalla- og skíðaleiðsögumaður.