Leiðsögumennska

Leiðsögumennska

Markmiðið er að nemendur fái innsýn í starf leiðsögumanns á Íslandi. Farið er yfir hvaða stjórnunarhættir og samskipti skipta mestu máli við leiðsögn á hópum ferðamanna af ólíkum uppruna. Nemendur fá kynningu á mikilvægi ábyrgar ferðaþjónustu og umhverfistúlkunar. Læra tækni við upplýsingasöfnun og grundvallaratriði rötunar. Einnig verða tekin fyrir ferðamálafræði, skipulagning og markaðssetning ferða ásamt réttindum og skyldum leiðsögumanna. Nemendur fá verklega þjálfun í skipulagningu ferða og leiðsögn hópa.

Námskeiðið kennir Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, leiðsögumaður EMHÍ og eigandi Bike Company

https://lydflat.is/anna-kristin-asbjornsdottir/