Listin að mistakast

Listin að mistakast

Námskeiðið byggir á samvinnu nemenda í reglulegu samtali við leiðbeinandann. Á námskeiðinu fá nemendur innsýn í skapandi ferli sem byggir á því að mistök séu ekkert til að hræðast heldur geti þvert á móti verið skapandi og gefandi. Meðan á námskeiðinu stendur vinna nemendur að fyrirlestri/sýningu/innsetningu sem unnin verður í hópum eða sem einstaklingar, allt eftir því hvernig okkur líður. Nemendur eiga einnig að búa til hlut sem þau kynna fyrir áhorfendum. Við gerum saman æfingar sem þjálfa framkomufærni, gerum spuna- og leiklistaræfingar. Námskeiðið endar á því að þátttakendur flytja  kynningu/fyrirlestur/sýningu/innsetningu fyrir áhorfendur. Námskeiðið getur nýst sem leiðarljós í skapandi vinnu og losað fólk við að hræðast mistök og að þau séu miklu frekar til ýmissa hluta nytsamleg.

Ragnar Ísleifur Bragason
sviðslistamaður

Ragnar fæddist í Reykjavík árið 1977. Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í bæði dans- og leiksýningum með leikhópunum 16 elskendur, Kriðpleir og fleirum. Hann er einnig meðhöfundur og leikari í útvarpsleikritunum “Bónusferðin”, Litlu jólin” og “Vorar skuldir” ásamt leikhópnum Kriðpleir. Ragnar hefur líka skrifað eigin leikverk. Ragnar hefur kennt við Listaháskóla Íslands og LungA skólann á Seyðisfirði. Hann útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands.