Ragnar Ísleifur Bragason
sviðslistamaður
Ragnar fæddist í Reykjavík árið 1977. Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í bæði dans- og leiksýningum með leikhópunum 16 elskendur, Kriðpleir og fleirum. Hann er einnig meðhöfundur og leikari í útvarpsleikritunum “Bónusferðin”, Litlu jólin” og “Vorar skuldir” ásamt leikhópnum Kriðpleir. Ragnar hefur líka skrifað eigin leikverk. Ragnar hefur kennt við Listaháskóla Íslands og LungA skólann á Seyðisfirði. Hann útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands.