Lokaverkefni

Lokaverkefni

Á síðasta námskeiði vetrarins vinnur nemandinn undir handleiðslu að lokaverkefni sem samþættar og dregur saman þá þekkingu og reynslu sem nemandinn hefur öðlast í skólanum. Lögð verður áhersla á að tengja hugmyndir nemenda við miðlun menningar og sjálfbærni. Lögð verður áhersla á hugmyndir um sjálfbært og fjölmenningarlegt samfélag.

Nemendur kynnast ólíkum leiðum til þátttöku og samfélagstengdra listaverka með lýðræði að leiðarljósi. Nemendur þróa eigin hugmyndir og finna þeim farveg í samfélaginu.

Nemendur rannsaka ólíkar stofnanir, rými og söfn sem tengja má verkefni þeirra og skoða og ræða ólíkar miðlunarleiðir þeim tengdum sem þeir framkvæma í seinni vikunni. Verkefnið er unnið einslega eða í hóp með öðrum.

Niðurstaða verkefnisins er haldbær vitnisburður um reynslu nemandans og er eins konar safn verkefna vetrarins.

Kennari á námskeiðinu er Ásthildur Jónsdóttir, myndlistarmaður, kennari og sýningarstjóri

https://lydflat.is/asthildur-jonsdottir