Lýðskólanemendur að slá í gegn

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að fyrsta plata hljómsveitarinnar CELEBS er komin út. Hljómsveitina skipa þau Hrafnkelli Hugi, Valgeir Skorri og Katla Vigdís Vernharðsbörn, en Hrafnkell Hugi er fyrrum nemandi Lýðskólans. Á námstíma sínum gladdi Hrafnkell okkur oft með tónlist sinni og því er það einstaklega ánægjulegt að sjá hann blómstra og að fleiri fái að njóta hans miklu tónlistarhæfileika.

Plata þeirra systkina ber hið skemmtilegt nafn – Tálvon hinna efnilegu. Það fjallar um
væntingar og vonbrigði, tálvon þeirra sem dreyma um poppið.

Platan inniheldur 7 lög, þar af eitt, Kannski hann, sem var tekið upp á Flateyri sem og myndband við lagið. Þetta myndband og fleiri myndbönd sem hljómsveitin hefur sent frá var leikstýrt af öðrum
hæfileikaríkum fyrrverandi nemanda skólans, Margeiri Haraldssyni.

Við erum stolt af okkar fólki

Þú getur hlustað á plötuna hér.

Let’s CELEBSrate together!